HUF í Heppuskóla á Höfn

Nemendur í Heppuskóla á Höfn í Hornafirði hafa fengið kennslu í japönsku, nýsköpun, latínu, kynjafræði, stjörnufræði, táknmálsfræði og sjúkraþjálfun í dag. Mikið fjör var í tímum og víða sköpuðust miklar umræður um málefni tengd kennslunni. Nemendur í Háskóla unga fólksins á Höfn eru ríflega 140 talsins. Á Facebook-síðu Háskólalestarinnar má skoða myndir af ferðum Háskólalestarinnar á Höfn og kennslu í Heppuskóla.

Háskólalestin, í samstarfi við Rannsókna- og fræðasetur HÍ á Höfn, stendur fyrir dagskrá í bænum á morgun, laugardaginn 14. maí. Hægt er að lesa nánar um dagskrána.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is