Fyrsta stopp Háskólalestarinnar

Háskólalestin keyrir brátt af stað en fyrsti áfangastaður hennar er Stykkishólmur á Snæfellsnesi. Lestin verður þar frá 29. - 30. apríl og á sama tíma stendur Vísindavaka W-23 hóps yfir í bænum. Íbúar Snæfellsness mega því eiga von á miklu fjöri og fróðleik í bland.

Dagskrá Háskólalestarinnar í Stykkishólmi verður fjölbreytt, sérstaklega fjölskylduvæn og fyrir alla aldurshópa. Hún er enn í mótun. Frekari frétta má vænta innan skamms.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is