Nemendur á Stykkishólmi setja sig í stellingar

Nemendur í grunnskólanum á Stykkishólmi undirbúa sig undir heimsókn Háskólalestarinnar með því að spyrja og fá svör við spurningum um heimasvæði sitt. Spurningar nemendanna og svör við þeim birtast á Vísindavefnum.

Hér eru spurningar og svör úr flokknum: Stykkishólmur aðgengileg á vefnum. Í flokknum um Stykkishólm mun spurningum og svörum um nágrennið fjölga eftir því sem líður að heimsókn Háskólalestarinnar á Snæfellsnes sem fram fer 29. - 30. apríl næstkomandi.

Grunnskólar á þeim stað, sem Háskólalestin stoppar á, á Íslandi í vor og sumar, hafa tækifæri til þess að fræðast um umhverfi sitt og miðla þeim fróðleik í gegnum Vísindavefinn. Kennarar í viðkomandi grunnskólum undirbúa nemendur fyrir spurningalotur í samstarfi við starfsmenn Vísindavefsins, áður en Háskólalestin kemur við á hverjum stað. Gengið er útfrá því að spurningarnar séu skýrar, áhugaverðar og varði vísindi.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is