Flateyri og Suðureyri

Nemendur í eldri bekkjum grunnskólanna á Flateyri, Suðureyri og Þingeyri sóttu skemmtileg námskeið úr Háskóla unga fólksins þegar Háskólalestin heimsótti þessi byggðarlög dagana 19. og 20.maí 2017. Jafnframt voru vísindin sýnd í óvæntu og litríku ljósi í vísindaveislu fyrir alla fjölskylduna sem fram fór á Suðureyri í sömu heimsókn.
 

Mynd frá Háskólalestin.

Föstudaginn 19. maí tóku kennarar í Háskólalestinni að sér kennslu í Grunnskólanum á Flateyri og buðu nemendum í 5.-10. bekk á Flateyri, Suðureyri og Þingeyri upp á námskeið í blaða - og fréttamennsku, eðlisfræði, efnafræði, stjörnufræði og vindmyllum.
 
Laugardaginn 20. maí færði Háskólalestin sig svo yfir til Suðureyrar þar sem efnt var til glæsilegrar vísindaveislu í íþróttahúsinu og grunnskólanum milli kl. 11 og 15. Þar gátu gestir spreytt sig á alls kyns þrautum og hugarleikfimi á vegum Vísindavefsins, skellt sér í ferð um himingeiminn í stjörnutjaldinu, kynnt sér japanska menningu og tungu, skoðað óvenjulegar steintegundir, kynnst undrum efnafræðinnar, prófað vindmyllusmíði og gert ýmis konar óvæntar uppgötvanir. 
 
Hér má lesa frétt um viðburðinn á heimasíðu Grunnskólans á Suðureyri
 

Mynd frá Háskólalestin.

Mynd frá Háskólalestin.

Mynd frá Háskólalestin.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is