Fjallabyggð

Nemendur í eldri bekkjum Grunnskólans í Fjallabyggð sóttu skemmtileg námskeið úr Háskóla unga fólksins þegar Háskólalestin heimsótti þessi byggðarlög dagana 17. og 18.maí 2019. Jafnframt voru vísindin sýnd í óvæntu og litríku ljósi í vísindaveislu fyrir alla fjölskylduna sem fram fór í félagsheimilinu Tjarnarborg á Ólafsfirði í sömu heimsókn.

Föstudaginn 17. maí tóku kennarar í Háskólalestinni að sér kennslu í Grunnskólanum í Fjallabyggð og buðu um 90 nemendum í 6.-10. bekk upp á námskeið í:

  • Efnafræði

  • Eðlisfræði - ljós og litir

  • Eðilsfræði - rafmagn

  • Fornleifafræði

  • Forritun

  • Japanska

  • Stjörnufræði

  • Vindmyllusmíði

Laugardaginn 18. maí sló Háskólalestin svo upp veglegri vísindaveislu í félagsheimilinu Tjarnarborg milli 12-16. Þar gátu gestir spreytt sig á alls kyns þrautum og hugarleikfimi á vegum Vísindavefsins, spjallað um loftsteina og himingeiminn, kynnt sér japanska menningu og tungu, skoðað óvenjulegar steintegundir, kynnst undrum efnafræðinnar, prófað vindmyllusmíði og lóðun og ýmislegt fleira.

Hægt er að skoða myndir af Háskólalestinni á Facebook-síðu hennar.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is