Fjallabyggð

Að heimsókn á Kirkjubæjarklaustur lokinni hóf áhöfn Háskólalestarinnar strax undirbúning að ferð til Fjallabyggðar; Siglufjörður og Ólafsfjörður voru næstu áfangastaðirnir og gríðarleg spenna í herbúðum lestarinnar. 

Háskólalestin var í Fjallabyggð dagana 11. og 12. maí 2012. Fyrri daginn sóttu nemendur úr efstu deild grunnskóla Fjallabyggðar fjölbreytt námskeið í Háskóla unga fólksins en laugardaginn 12. maí var litrík vísindaveisla fyrir alla aldurshópa. Vísindaveislan var að þessu sinni haldin í félagsheimilinu Tjarnarborg, Ólafsfirði og í íþróttahúsi grunnskólans. Fjölmargt var í boði: tæki og tól, stjörnutjaldið, sýnitilraunir, eldorgel, japönsk menning, jarðvísindi, þrautir og leikir, og mælingar og pælingar. Þá var Sprengjugengið með tvær sýningar í Tjarnarborg. 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is