Finnska þekkingarlestin

Finnska þekkingarlestin er starfrækt af vísindasafninu Heureka. 

 

 

Tvær vinnustofur verða haldnar sem hluti af vísindasumarbúðum. Um 1000 börn á aldrinum 7 - 16 munu taka þátt. Þemu í vinnustofunum eru ljós (þar sem blandað er saman eðlisfræði ljóss og ljós í listum) og tunglið (þar sem blandað er saman tunglgangi og tónlist). Fyrirmynd tunglvinnustofunnar er Biophlia. Ef vel tekst til með þessar vinnustofur verða þær halndar fyrir skólabekki í haust.

 

Finnska þekkingarlestin verður í samstarfi við þjóðaróperu Finna. Óperan mun semja tuttugu mínútna langt verk út frá eðlisfræðisýningu í Heureka. Það verður flutt af tveimur einsöngvurum og píanóleikara í sýningarsal Heureka. Tónleikarnir verða haldnir í tengslum við vinnustofu sem verður byggð á tunglvinnustofunni.

 

 

 

 

Fræðsludagur kennara verður haldinn til að gefa kennurum færi á að prófa þverfaglegar aðferðir sem hvetja til sköpunar og frumlegrar hugsunar. Dagurinn verður hluti af stórri kennsluráðstefnu sem verður haldin í Helsinki í janúar 2016.
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is