Djúpivogur

Djúpivogur var síðasti áfangastaður Háskólalestarinnar árið 2019, en þar stöðvaðist lestin dagana 24. og 25. maí með bæði fjölbreytt vísindanámskeið fyrir grunnskólanemendur og veglega vísindaveislu fyrir alla fjölskylduna.

Föstudaginn 24. maí tóku kennarar Háskólalestarinnar að sér kennslu í Grunnskólanum á Djúpavogi og buðu um hundrað nemendum í 7.-10. bekk upp á námskeið í:

  • Efnafræði
  • Eðlisfræði - rafmagn
  • Blaða- og fréttamennsku
  • Japönsku
  • Stjörnufræði
  • Vindmyllusmíði

Hver nemandi hafði valið sér þrjú námskeið fyrir daginn.

Daginn eftir, laugardaginn 12. maí, sló áhöfn Háskólalestarinnar svo upp heljarinnar vísindaveislu á Hótel Framtíð þar sem hægt var að kynna sér undur vísindanna í gegnum leiki, tæki, tól og tilraunir. Vísindaveislan stóð frá kl. 11-15 og var öllum opin, ungum sem öldnum.

Hægt er að skoða fleiri myndir af Háskólalestinni á Facebook-síðu hennar.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is