Bolungarvík

Háskólalest Háskóla Íslands staðnæmdist á Bolungarvík dagana 11. og 12. maí 2019, með fræði og fjör fyrir Bolvíkinga og nærsveitamenn. Þar var bæði boðið upp á fjölbreytt og skemmtileg námskeið í grunnskóla bæjarins og vísindaveislu fyrir unga sem aldna í félagsheimilinu á staðnum.

Heimsókn Háskólalestarinnar  hófst með því að kennarar lestarinnar tóku að sér kennslu í Grunnskólanum á Bolungarvík föstudaginn 11. maí. Alls var um að ræða um 80 nemendur í 7.-10. bekk sem bauðst að sækja námskeið í

  • Efnafræði

  • Eðlisfræði - ljós og litir

  • Eðilsfræði - rafmagn

  • Forritun

  • Japanska

  • Stjörnufræði

  • Vindmyllusmíði

Hver nemandi valdi sér þrjú námskeið fyrir daginn. 

Laugardaginn 12. maí sló áhöfn Háskólalestarinnar svo upp veglegri vísindaveislu í Félagsheimilinu í Bolungarvík frá kl. 12-16 og þangað var fólk á öllum aldri velkomið. Þar var hægt að kynna sér undur vísindanna í gegnum leiki, tæki, tól og tilraunir og aðgangur alveg ókeypis.

Hægt er að skoða myndir af Háskólalestinni á Facebook-síðu hennar.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is