2019

Háskólalestin er nú á sínu níunda starfsári en hún var sett á laggirnar á aldarafmælisári Háskóla Íslands árið 2011.
Áhersla starfsmanna lestarinnar er á kynna vísindi á lifandi, skemmtilegan og fjölbreyttan hátt fyrir ungu fólki og hefur lestin heimsótt á fjórða tug sveitarfélaga um allt land frá því að hún rúllaði fyrst af stað.

Á vormánuðum 2019 hélt Háskólalestin í sitt árlega ferðalag og heimsótti fjóra áfangastaði, en þeir voru:

Hveragerði - 3. og 4. maí
Bolungarvík - 10. og 11. maí
Fjallabyggð - 17. og 18. maí
Djúpivogur - 24. og 25. maí

Að venju fékk áhöfnin frábærar mótttökur á öllum þessum stöðum og hitti skemmtilega og fróðleiksfúsa nemendur.

Nánar má lesa um hverja heimsókn fyrir sig með því að smella á hlekkina hér til hliðar.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is