2014

Árið 2014 var engin undantekning og Háskólalestin lagði af stað í ferð um landið líkt og fyrri ár. Að þessu sinni heimsótti lestin Laugarvatn, Vestmannaeyjar, Hólmavík, Dalvík og Snæfellsnes. Viðtökurnar voru frábærar og fjölmennt á öllum viðburðum lestarinnar.

Árið var viðburðarríkt. Góðir gestir slógust með lestinni í för, kvikmyndafólk myndaði lestarferðir fyrir heimildarmynd um Háskólalestina og fjölmiðlar fjölluðu um lestarferðirnar. 

Smellið á staðarheitin hér til hliðar til að lesa nánar um ferðir Háskólalestarinnar 2014.

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is